Skip to main content

Nú er komið að því að safna í pottinn hugmyndum að þema hádegisfyrirlestra
næsta vetur. Þessi fundaröð er fyrir löngu búin að sanna gildi sitt og
hefur notið vinsælda og virðingar. Hægt er að skila inn tillögum fram til 19. apríl.
Þetta verður næsta vetur samkvæmt hefðbundnu sniði undanfarinna ára, þ.e.
þema fyrirlestraraðarinnar verður sitt hvort, fyrir og eftir áramót og við
höldum okkur við „Hvað er …?“ formið.
Tillögur að þema skal senda á póstlistanum Gammabrekku. Allar hugmyndir eru gjaldgengar í
pottinn enda þótt svo þurfi að velja einhverjar tvær úr, samkvæmt venjunni.
———————————————————————————-
Efni hádegisfyrirlestra Sagnfræðingafélags Íslands frá hausti 1998 til
vors 2012 var:
Hvað er félagssaga? Vor 1998, haust 1998 – vor 1999
Hvað er hagsaga? Haust 1999
Hvað er póstmódernismi? Vor 2000
Hvað er stjórnmálasaga? Haust 2000
Hvað er heimild? Vor 2001
Hvað er (ó)þjóð? Haust 2001 – vor 2002
Hvað er borg? Haust 2002 – vor 2003
Hvað er (um)heimur? Haust 2003 – vor 2004
Hvað er vald? Haust 2004 – vor 2005
Hvað eru framfarir? Haust 2005
Hvað er útrás? Vor 2006
Hvað er sagnfræði? Rannsóknir. Haust 2006
Hvað er sagnfræði? Miðlun. Vor 2007
Hvað er Evrópa? Haust 2007
Hvað er varðveisla? Vor 2008
Hvað er að óttast? Haust 2008
Hvað er andóf? Vor 2009
Hvað er kreppa? Haust 2009
Hvað er dómur sögunnar? Vor 2010
Hvað eru lög? Haust 2010
Hvað er kynjasaga? Vor 2011
Hvað er (mis)notkun sögunnar? Haust 2011
Hvað eru minningar? Vor 2012