Erlingur Björnsson heldur fyrirlestur sinn „Um kvennfólk og brennivín“ næstkomandi þriðjudag, 25. janúar í fyrirlestraröðinni Hvað er kynjasaga?
Fjallað verður um áfengisnotkun kvenna fyrrum og hvernig þær notuðu áfengi málstað sínum til framdráttar, hvort heldur sem var með áfengi eða móti og hvernig þær nýttu sér áfengi til að móta ímynd hinnar siðferðilega sterku konu á seinni hluta 19. aldar. Einnig verður rætt um hæga breytingu á ímyndinni á liðinni öld, feluleik kvenna með áfengi og fleira því tengt.
Fyrirlesturinn fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og hefst kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.