Skip to main content

Þriðjudaginn 6. mars flytur Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðamaður fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands, „Hvað er sagnfræði? Rannsóknir og miðlun“ Fyrirlesturinn nefnist „Þjóðveldisöldin kvikmynduð“ og er að venju í hádeginu í Þjóðminjasafni Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.