Skip to main content

Hvað má? Skráð og óskráð lög um ævisagnaritun – Hádegisfundur nk. þriðjudag, 26. október kl. 12.05 í fyrirlestrarröðinni Hvað eru lög?
Fyrirlesari: Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.
Oft kemur fyrir að ævisögur valda illdeilum, jafnvel svo úr þurfi að skera fyrir dómi. Í erindinu verður rætt um álitamál sem geta vaknað þegar einstaklingur segir ævisögu sína eða fær annan til að gera það fyrir sig, og ekki síður þegar einhver ákveður að segja ævisögu annars manns í óþökk hans eða ættingja hans. Hvað má? Þannig hljómar meginspurningin sem glímt verður við. Önnur spurning, sem er í raun eins veigamikil, kemur þó um leið fram á varirnar: Segir hver?
Staður: Þjóðminjasafn Íslands, Athugið að fyrirlesturinn verður fluttur á 2. hæð safnsins!
Stund: Þriðjudaginn 26 október frá 12:05 til 13:00
Aðgangur ókeypis og öllum opinn