Skip to main content

Fyrirlestur Magnúsar Þorkels Bernharðssonar í boði Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sagnfræðingafélags Íslands í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, fimmtudagskvöldið 1. mars, kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Hvað er eiginlega að gerast í Írak? Hvernig ber að meta og skilja ástandið þar? Hvað getur saga Íraks skýrt fyrir okkur um ástandið nú og framtíðarhorfur? Í þessum fyrirlestri verður fjallað um helstu sagnfræðilegu rannsóknir um stjórnmál, trúarbrögð, og samfélag Íraka síðstu 30 árin. Fjallað verður um þá þekkingu og þær forsendur sem fræðasamfélagið gaf sér árin 1990 og 2003 og að hvaða leyti er sú staða sem nú er komin upp í Írak frábrugðin öðrum tímabilum þessa lands? Að lokum verður fjallað um fræðilegar rannsóknir á sögu Íraka í dag.
Magnús Þorkell Bernharðsson er lektor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussets. Hann hefur lengi stundað rannsóknir á fræðasviði sínu og er m.a. höfundur bókarinnar Píslarvottar nútímans: samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran.