Skip to main content

Ákveðið hefur verið að veita styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fyrir árið 2007, kr. 400.000.
Í 4. grein skipulagsskrár sjóðsins stendur:
Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandídatspróf í sagnfræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka – og vinna að ritum um – sérstök verkefni er varða sögu Íslands eða efni því nátengt. Veita má manni styrk til sams konar verkefna er eigi hefur verið í Háskóla Íslands og er sérstakar ástæður mæla með því að mati stjórnar og öll stjórnin er sammála þar um.
Umsóknum ber að skila á skrifstofu hugvísindadeildar Háskóla Íslands í Nýja Garði, eigi síðar en 10. mars nk.
(Fréttatilkynning frá stjórn Sagnfræðisjóðs dr. Björns Þorsteinssonar).