Skip to main content

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 20. febrúar 2007.
Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Í hádeginu þriðjudaginn 20. febrúar fjallar Ómar Ragnarsson um heimildamyndagerð. Ómar mun sérstaklega ræða mynd sem hann er að vinna að um þessar mundir er nefnist “Brúarjökull og innrásirnar í Ísland”. Myndin fjallar um flugvallarstæði rétt norðan við Brúarjökul, sem þýskur prófessor merkti árið 1938 og hefði getað komið
að góðum notum fyrir Luftwaffe í tengslum við magnaða áætlun Þjóðverja um innrás í Ísland 1940.
Frekari upplýsingar um þáttagerð Ómars Ragnarssonar má finna á vefslóðinni www.hugmyndaflug.is
Ómar Ragnarsson er fréttamaður. Hann hefur gert fjölda heimildaþátta fyrir sjónvarp og ýmsa þætti sem tengjast sögu Íslands, þar á meðal fjölda þátta um fréttir 20. aldarinnar.