Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laugardaginn 14. október í húsakynnum félagsins að Fischersundi 3 og hefst kl. 15:00.
1. Venjuleg aðalfundarstörf (ca. 45 mínútur)
2. Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur flytur fyrirlestur: Krústsjov í Ameríku: Skilningur Sovétborgara á „friðsamlegri sambúð“ við Bandaríkin árið 1959.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um viðbrögð Sovétmanna við ferð Krústsjovs til Bandaríkjanna í september árið 1959. Bréfaskriftir til yfirvalda voru algeng iðja í bæði Rússlandi keisaraveldisins og Sovétríkjunum en árið 1959 má greina ný umræðuefni og nýjan tón í bréfaskrifum. Augljóst er að bréfritarar höfðu orðið fyrir áhrifum af afhjúpun Krústsjovs á glæpum Stalíns og eins ýtti lenínísk orðræða Krústsjovs um friðsamlega sambúð við Bandaríkin undir væntingar Sovétborgara um bættan hag og lífsskilyrði. Innihald bréfanna verður sett í samhengi við ímynd Bandaríkjanna í
Sovétríkjunum og viðleitni sovéskra stjórnvalda til að hafa stjórn á hugmyndum Sovétmanna um höfuðóvininn í vestri.
Rósa lauk doktorsprófi í sagnfræði frá University of North Carolina at Chapel Hill í ágúst síðastliðnum og er nú RANNÍS-styrkþegi hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.