Skip to main content

Þriðjudaginn 10. október heldur Antony Beevor fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands í hátíðasal Háskóla Íslands. Beevor er heimskunnur rithöfundur og sagnfræðingur; bækur hans hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á fjölda tungumála. Þekktust má telja verk hans um orrustuna um Stalíngrad og fall Berlínar en hann vinnur nú að riti um D-daginn 1944. Beevor er hingað kominn til þess að kynna íslenska þýðingu Berlínarbókarinnar sem bókaútgáfan Hólar gefur út.
Fyrirlestur Beevors nefnist Stalíngrad og Berlín. Sagnfræðirannsóknir í Rússlandi. Fyrirlesturinn er hluti hádegisfundaraðar Sagnfræðingafélags Íslands og verður í hátíðasal Háskóla Íslands (aðalbyggingu) en ekki Þjóðminjasafni Íslands eins og venja er. Sérstök athygli er vakin á þessum breytta fundarstað. Tímasetning er hins vegar óbreytt, kl. 12:05-12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Nánari upplýsingar um Antony Beevor og verk hans má finna á www.antonybeevor.com