Skip to main content

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsi Sögufélags við Fischersund í Reykjavík laugardaginn 31. mars. Fundurinn hefst kl. 16:00 og verður dagskrá hans svohljóðandi, í samræmi við lög félagsins sem má finna á heimasíðu þess, www.sagnfraedingafelag.net:
1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
3. Lagabreytingar (engar tillögur að lagabreytingum hafa borist stjórn félagsins).
4. Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga og tveggja fulltrúa í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga til eins árs.
5. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
6. Önnur mál.
Kl. 17:00 hefst aðalfundarfyrirlestur þessa árs. Hrefna M. Karlsdóttir flytur erindi sem nefnist „Deilur um veiðar á almennu hafsvæði. Síldveiðarnar í Norðursjó 1950-1976.“ Hrefna lauk doktorsnámi í sagnfræði frá Gautaborgarháskóla árið 2005 og er erindið byggt á doktorsritgerð hennar, „Fishing on common grounds. The consequences of unregulated fisheries of North Sea herring in the postwar period.“
Eftir aðalfundinn og fyrirlesturinn stendur öllum sem vilja til boða að snæða léttan og ódýran kvöldverð á veitingastaðnum Uppsölum við Hótel Reykjavík Centrum í Aðalstræti (þar sem landnámssýningin er). Áhugasamir skrái sig sem allra allra fyrst hjá Guðna Th. Jóhannessyni (gudnith@hi.is, 895-2340).