Skip to main content

Fimmtudaginn 21. september kl. 12.15-13.15 flytur Gunnar Karlsson prófessor í sagnfræði flytur hádegisfyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna-og kynjafræðum. Fyrirlesturinn verður haldinn í Norræna húsinu.
Yfirlitsrit um sögu hafa jafnan speglað valdastöðu karla í samfélögum fortíðar og því fjallað margfalt meira um karlmenn en konur. Þetta á jafnt við um svokallaða mannkynssögu sem Íslandssögu og yfirlit fyrir almenning sem námsbækur. Á tímum jafnréttiskröfu er þetta alvarlegt vandamál fyrir fræðigreinina sagnfræði og námsgreinina sögu, og ætlar fyrirlesari að ræða um hugsanlegar leiðir til að bæta úr því.