Skip to main content

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands fer fram laugardaginn 27. mars nk. í húsi Sögufélags við Fischersund. Fundurinn hefst kl. 17.
Dagskrá
1.       Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
2.       Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
3.       Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár
4.       Lagabreytingar (sjá tillögur stjórnar að lagabreytingum bls. 2-3 í Fréttabréfi félagsins).
5.       Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga og tveggja fulltrúa í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga til eins árs.
6.       Önnur mál.
Að þessu verður ekki boðið upp á fræðsluerindi í tengslum við aðalfund. Félagsmönnum er bent á að ráðstefna til minningar um Halldór Bjarnason sagnfræðing verður í Háskóla Íslands sama dag frá kl. 13-16 og er tilvalið að sækja aðalfund félagsins strax að lokinni ráðstefnunni.

Sagnfræðingafélagið býður upp á léttar veitingar að fundi loknum. Þegar fundi er lokið er stefnt að því að fundargestir, og aðrir sem áhuga hafa, snæði saman kvöldverð. Staður og tími verður auglýstur á Gammabrekku þegar nær dregur.