Stjórn Sagnfræðingafélags boðar til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 17. mars klukkan 20. Fundurinn verður haldinn í Hornsílinu, fundarherbergi á annarri hæði í Sjóminjasafni Reykjavíkur. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf en að auki leggur stjórn til útnefningu heiðursfélaga og er það í fyrsta sinn í áratug sem slíkt er gert. Stjórnin mælir með því að Anna Agnarsdóttir og Helgi Þorláksson verði kosin heiðursfélagar á fundinum.
Í lögum Sagnfræðingafélags Íslands er kveðið á um aðalfund í 6. grein. Hún er svohljóðandi:
6. grein
Aðalfundur
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Fundinn skal halda í mars ár hvert. Til hans skal stjórn félagsins boða með opinberri auglýsingu (s.s. í fréttabréfi, gegnum póstlista félagsins eða í fjölmiðlum) með minnst 10 daga fyrirvara. Dagskrá aðalfundar skal vera svohljóðandi:
- Formaður lýsir eftir framboðum til fundarstjóra aðalfundar sem að loknu kjöri tekur við fundarstjórn.
- Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
- Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár
- Lagabreytingar (sbr. 9. grein).
- Kjör stjórnar (sbr. 8. gr.). Kjör tveggja endurskoðenda reikninga og tveggja fulltrúa í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga til eins árs.
- Önnur mál.
Áður en fundur er settur skulu liggja frammi gögn þess efnis að til fundarins hafi verið löglega boðað. Ef áhöld eru um að rétt hafi verið staðið að fundarboði, skal kjörinn fundarstjóri skera úr um lögmæti fundarins. Fundarstjóri skal fylgja almennum venjum um fundarsköp. Einungis félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Á fundinum ræður einfaldur meirihluti í öllum málum nema þeim sem lúta að breytingum á lögum félagsins (sbr. 9. gr.). Ársskýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar skulu birtir í fréttabréfi og/eða á heimasíðu félagsins. Halda skal fundargerð um aðalfund og skal fundarstjóri staðfesta hana með undirskrift sinni.
Ljósmynd af síðasta aðalfundi Sagnfræðingafélags Íslands.