Skip to main content

Fáir hefðu búist við því þegar Reagan og Gorbatsjov hittust í Höfða árið 1986 að aðeins fimm árum síðar væru Sovétríkin horfin. Margir horfðu björtum augum til samskipta austurs og vesturs eftir lok kalda stríðsins en ljóst má vera að margt hefur þróast öðruvísi en vonað var. Hvernig féllu Sovétríkin á svo skömmum tíma? Hver er munurinn á Rússlandi Pútíns og Jeltsíns? Hvað veldur núverandi spenningi í samskiptum Rússlands og Vesturveldanna? Og hvernig er umhorfs í Rússlandi í dag? Þann 8. desember verða liðin 30 ár frá falli Sovétríkjanna og tími til kominn að líta yfir farinn veg.

Fundurinn verður haldinn í Iðnó miðvikudaginn 8. desember og hefst klukkan átta.

Frummælendur:
Jón Ólafsson, prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands
Valur Gunnarsson, blaðamaður og höfundur bókarinnar Bjarmalönd
Viktoría Bakshina, rússnesku- og íslenskukennari
Fundarstjóri: Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur