Skip to main content

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í fyrirlestrasal Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162 (gengið inn úr portinu). Að fundinum loknum verður boðið upp á léttar veitingar.
Dagskrá fundarins:
1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
3. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
4. Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga
5. Önnur mál
Að loknum aðalfundarstörfum, eða kl. 20:30, munu Anna Agnarsdóttir og Davíð Ólafsson kynna sagnfræðileg rit sem þau hafa nýlega gefið út á erlendri grundu. Anna ræðir útgáfu sína á skjölum frá náttúrufræðingnum og Íslandsvininum Sir Joseph Banks, sem komu út hjá The Hakluyt Society í Bretlandi undir titlinum Sir Joseph Banks, Iceland and the North Atlantic 1772-1820. Journals, Letters and Documents. Davíð Ólafsson segir frá bók sinni og Sigurðar Gylfa Magnússonar, Minor Knowledge and Microhistory. Manuscript Culture in the Nineteenth Century, sem kom út hjá Routledge, en þar setja þeir bókmenningu íslensks alþýðufólks á 19. öld í samhengi við nýjustu alþjóðlegar rannsóknir á handritamenningu eftir prentvæðingu.
Stjórnin.