Skip to main content

Næstkomandi þriðjudag, þann 12. mars, verður 10. fyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands en á vormisseri er yfirskrift fyrirlestraraðarinnar Hvað er sögulegur skáldskapur?
Að þessu sinni flytur Þórunn Erlu Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur fyrirlesturinn „Af landamærahéruðum Clio og skáldgyðjanna“.
Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12:05
Abstract:
Af landamærahéruðum Clio og skáldgyðjanna
Höfundur talar út frá eigin reynslu, en hann hefur haft  sagnfræði og skriftir að atvinnu síðan 1984 og skrifað á þriðja tug bóka.  Hann fjallar um Codex ethicus sagnfræðingafélagsins og afstöðu  sagnfræðingsins til sögulegs skáldskapar. Að vera sagnfræðingur gerir slíkum  ókleift að skrifa sögulegan skáldskap, nema persónur séu skáldaðar.  Sagnfræðingur sem skrifar sögulegan skáldskap verður að gjörþekkja  tímabilið, málfarið og hversdagssöguna til að geta gert sig „sekan‟ um  slíkt. Siðferðisreglurnar verða hverjum skikkanlegum sagnfræðingi svo  inngrónar. Á vissan hátt má því líta á það sem bæklun skálds að vera  sagnfræðingur. Höfundur lýsir sagnfræðiskólum sem hafa haft áhrif á skrif hans, og  bendir á hvernig gera má kórrétta sagnfræði lifandi, skemmtilega og allt að  því skáldlega með því að vanda stílinn og nýta heimildir hversdagssögunnar.  Góður stíll og vekjandi er ekkert síður tæki sagnfræðingsins en skáldsins.  Hann fjallar um áhrif hinna ólíku skóla á skrif sín, um hin ólíku form  sagnfræðinnar, um einkenni skáldskapar og bastarðana skáldævisögu og  skáldættarsögu.
 
Fyrir hönd Sagnfræðingafélags Íslands,
Vilhelm Vilhelmsson