Annar fyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 24. september. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Hjalti Hugason mun flytja erindið „Jarðsett verður í heimagrafreit“. Um útfararsiði og samfélagsbreytingar.
Hjalti fjallar um breytingar á útfararsiðum landsmanna nú á dögum og á fyrri hluta 20. aldar og þá einkum greftranir í heima-/heimilis-grafreitum. Útfararsiðir eru að hans mati áhugaverðir þar sem þar fléttast saman ýmis trúarleg og samfélagleg sjónarmið.
Hjalti Hugason lauk doktorsprófi í kirkjusögu frá Uppsala-háskóla og hefur síðan starfað við Kennaraháskóla Íslands og síðar Háskóla Íslands. Hann er nú prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideil. Í rannsóknum sínum hefur Hjalti einkum lagt stund á íslenska kirkjusögu og trúarbragðarétt. Upp á síðkastið hefur hann aðallega birt greinar um siðaskiptin og nútímakirkjusögu.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis.