Skip to main content

Hér á eftir fer árskýrsla Hrefnu Karlsdóttur, fráfarandi formanns Sagnfræðingafélags Íslands fyrir formannsárið 2007/2008. Var hún lögð fyrir aðalfund 8. mars 2008

1. Formannsskipti urðu á árinu 2007. Guðni Th. Jóhannesson hætti formennsku og við tók Hrefna Karlsdóttir. Að auki gengju úr stjórn Hilma Gunnarsdóttir gjaldkeri en í hennar stað kom Magnús Lyngdal Magnússon og Margrét Gestsdóttir hætti sem meðstjórnandi Brynhildur Einarsdóttir var kjörin í hennar stað. Aðrir stjórnarmeðlimir sátu áfram.

2. Landsbyggðarráðstefnan “Hálendi hugans” var haldin í byrjun júní. Að henni stóðu Sagnfræðingafélag Íslands og Félag þjóðfræðinga á Íslandi. Ráðstefna var haldin á Heklusetrinu að Leirubakka í Landsveit og tók fjöldi fræðimanna auk annarra gesta þátt í viðamikilli dagskrá. Að undirbúningi hennar stóðu Björk Þorleifsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Íris Ellenberger fyrir hönd Sagnfræðingafélagsins og Aðalheiður Guðmundsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir fyrir Félag þjóðfræðinga.

3. Sagnfræðingafélagið tók þátt í undirbúningi Norræna Sagnfræðingaþingsins. Halldór Bjarnason og Hrefna Karlsdóttir sátu fyrir hönd félagsins í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga sem vann að þinginu ásamt undirbúningsnefnd. Vorið 2007 tók Sigrún Sigurðardóttir við sæti Hrefnu.

4. Hádegisfyrirlestrar hófust að vanda um haustið og var yfirskrift haustannar “Hvað er Evrópa?”. Sex fyrirlesara fluttu erindi en um fundarstjórn sáu Guðbrandur Benediktsson og Guðni Th. Jóhannesson. Eftir áramót er varpað fram spurningunni “Hvað er varðveisla?” og eru fyrirlesarar 9 fyrirlesara skráðir til leiks og spanna þeir vítt svið fræðanna. Fundarstjórn er í höndum Guðbrands Benediktssonar og Magnúss Lyngdals Magnússonar. Sem fyrr hefur verið hægt að hlusta á fyrirlestrana á hlaðvarpi vefsíðu félagsins og Víðsjá hefur sent út spjall við fyrirlesara í síðdegisútvarpi RÚV. Hafa hádegisfyrirlestrar félagsins vakið athygli og viðbrögð.

5. Í nóvember héldu Sagnfræðingafélagið og Sögufélagið sameiginlegan kvöldfund þar sem rætt var um æviskrárritun og ritskoðun. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda héldu stutt erindi og á eftir voru umræður.

6. Hinn árlegi bókafundur áðurnefndra félaga var haldinn í febrúar og voru til umfjöllunar 3 bækur sem komið höfðu út á árinu 2007. Að vanda var fundurinn vel sóttur og fjörugar umræður um skrif höfunda.