Skip to main content

Sagnfræðingafélagið heldur nú kvöldfund um starfsvettvang sagnfræðinga, miðvikudaginn 10. nóvember kl. 20.00 í húsi Sögufélags, undir yfirskriftinni Aumastir allra? Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.
Dagskrá:
20:00               Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands: Hvað geta sagnfræðingar?
20:15               Súsanna Margrét Gestsdóttir, sögukennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla og kennari við menntavísindasvið Háskóla Íslands: Sælt er víst sögu að kenna
20:30               Magnús Lyngdal Magnússon, sviðsstjóri á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís: Aldrei nóg að gera, eða hvað?
20:45               Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands: Fjölbreyttur starfsvettvangur sagnfræðinga á skjalasöfnum og minjasöfnum

21:00               Kaffihlé
21:15               Pallborðsumræður og spurningar
Fundarstjóri: Njörður Sigurðsson
Yfirskriftin er fengin úr fyrirlestri Björns Þorsteinssonar frá 1983 sem birtist svo í Sögnum en reyndar setti Björn ekkert spurningarmerki við sína yfirskrift!