Skip to main content

Þann 10. nóvember næstkomandi verður kvöldfundur í Sögufélagi þar sem starfsvettvangur sagnfræðinga verður ræddur. Stuttar framsögur frá fulltrúum HÍ, safna, kennara og sjálfstætt starfandi á undan almennum umræðum.
Hvernig er starfsvettvangurinn, hvernig er námið í HÍ að skila störfum til útskrifaðra, hvernig nýtist sagnfræðin á vinnumarkaðinum? Og umfram allt erum við sagnfræðingar nægilega vakandi til að standa vörð um störf sagnfræðinga?
Miðvikudagurinn 10. nóvember í húsi Sögufélags kl. 20.00, aðgangur ókeypis og öllum opinn. Nánar auglýst síðar.