Skip to main content

Föstudagskvöldið 3. nóvember mun Fróði halda BA-kvöld þar sem þrír
nemendur sem lokið hafa BA-prófi í sagnfræði kynna efni lokaritgerða
sinna. Þau þrjú eru: Andri Steinn Snæbjörnsson, Jóhanna Ýr Jónsdóttir og
Kristbjörn Helgi Björnsson. BA-kvöldið verður haldið í húsnæði
Reykjavíkurakademíunnar, Hringbraut 121, og hefst kl. 20:00. Léttar
veitingar verða í boði Fróða.