Skip to main content

Árlegur bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldinn miðvikudagskvöldið 2. febrúar í húsi Sögufélags við Fischersund. Þrír sagnfræðingar munu þar gagnrýna þrjár bækur um sögu og samtíð sem komu út á nýliðnu ári. Sverrir Jakobsson fjallar um bók Gunnars Karlssonar,“Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga“. Erla Hulda Halldórsdóttir ræðir um bók Matthíasar Viðars Sæmundssonar, „Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey“. Ragnheiður Kristjánsdóttir fjallar um bókina „Halldór Laxness. Ævisaga“ eftir Halldór Guðmundsson.
Sagnfræðingar og aðrir eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn, hlýða á ítarlega umfjöllun um þessi fræðirit og taka þátt í umræðum um þær.
Fundurinn hefst kl. 20:00 og léttar veitingar verða á boðstólum.