Skip to main content

Hefðbundin bókaveisla Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldin fimmtudagskvöldið 16. desember í húsi Sögufélags í Fischersundi. Þarna gefst gott tækifæri til að fræðast um ýmis ný rit um sögu landsins. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Aðstandendur lofa skemmtilegri og fræðandi kvöldstund í hinum notalegu húsakynnum Sögufélags. Léttar veitingar verða á boðstólum. Bókaveislan hefst stundvíslega klukkan 20:00 og eftirtaldir höfundar munu kynna bækur sínar í stuttu máli:
* Bragi Þorgrímur Ólafsson: Landsins útvöldu synir. Ritgerðir skólapilta Lærða skólans í íslenskum stíl 1846-1904
* Gísli Gunnarsson: Fiskurinn sem munkunum þótti bestur
* Gunnar Karlsson: Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga
* Heimir Þorleifsson: Póstsaga Íslands 1873-1935
* Helgi Þorláksson, Óskar Halldórsson, og Þóra Kristjánsdóttir: Saga Íslands VII (Helgi Þorláksson kynnir)
* Inga Dóra Björnsdóttir: Ólöf eskimói. Ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi
* Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson: Alþýðumenning á Íslandi 1830-1930. Ritað mál, menntun og félagshreyfingar
* Jón Þ. Þór: Dr. Valtýr. Ævisaga
* Matthías Viðar Sæmundsson: Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey (Guðrún Sigfúsdóttir kynnir)
* Örn Hrafnkelsson: Handarlínulist og höfuðbeinafræði