Skip to main content

Árlegur bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsnæði Sögufélags í Fischersundi miðvikudaginn 5. febrúar og hefst hann fyrr en venja hefur verið um kvöldfundi félagsins eða kl. 20:00. Vinsamlega látið vita ef ykkur finnst of snemmt að hefja fundi á þessum tíma.
Fjallað verður um þrjár nýútkomnar bækur. Kristján Sveinsson sagnfræðingur ræðir um bók Helga Skúla Kjartanssonar, Ísland á 20. öld, Guðmundur Hálfdanarson prófessor tekur fyrir fyrra bindi Ævisögu Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Friðriksson, og Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur fjallar um rit Þórunnar Valdimarsdóttur, Horfinn heimur. Árið 1900 í nærmynd. Höfundarnir verða á staðnum þar sem þeir munu svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Fundinum stýrir Sigrún Pálsdóttir.