Ekki verður af flutningi hádegisfyrirlesturs Skafta Ingimarssonar þriðjudaginn 13. október sökum viðbragða við COVID-19 faraldrinum. Frekari framvinda hádegisfyrirlestraraðarinnar „Blessað stríðið. Ísland sem hernumið land“ verður auglýst síðar.
Samkvæmt dagskrá er næsti fyrirlestur fyrirhugaður 27. október. Þá hyggst Agnes Jónasdóttir sagnfræðingur fjalla um ástandsárin og barnavernd.