Skip to main content

Þriðjudaginn 22. apríl flytur María Karen Sigurðardóttir, forvörður og safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur, hádegisfyrirlesturinn Er réttlætanlegt að henda ljósmynd?

Af hverju varðveitum við gamlar ljósmyndir af fólki, jafnvel þótt enginn viti hvaða fólk er á myndunum? Getur verið að eftir því sem ljósmynd eldist, aukist menningarleg verðmæti hennar þar sem hún varðveitir brot af andrúmi sem er horfið, og kemur aldrei aftur? Við vitum ekki hverjir eru á myndinni, hvað þeir gerðu, hvernig þeir lifðu, en eitthvað í myndinni, klæðnaður, andrúmsloft, segir okkur kannski meira en löng ritgerð um horfinn tíma. Er þá einhverntima réttlætanlegt að henda ljósmynd? Hvernig varðveitum við slíkar myndir?

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.