Hádegisfundur Sagnfræðingafélags Íslands, Þjóðminjasafni Íslands, þriðjudaginn 5. desember kl. 12:05-12:55.
Sagan snýst ekki bara um að finna sannleikann um fortíðina heldur líka að velja þau viðfangsefni og atriði sem eru þess virði að segja sannleikann um. Í erindinu er sagt frá viðleitni manna til að festa slík atriði í sessi með valdboði, umvöndunum eða gylliboðum. Einkum verður fjallað um þá sögu sem kennd er í skólum og hægt er að stýra og ákveðin dæmi tekin frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Hollandi en í tveim síðastnefndu löndunum hefur nýlega verið gefin út kanón, þ.e. skrá yfir skylduga atburði,persónur og aðstæður sem allir þurfa að þekkja. Loks verður kynntur kanón um rétta íslenska sögu.
Þorsteinn Helgason er dósent í sagnfræði við Kennaraháskóla Íslands,höfundur námsbóka og heimildamynda fyrir sjónvarp og stjórnar nú norrænni rannsókn á námsefni í sögu.