Skip to main content

Sagnfræðingafélag Íslands og Félag stjórnmálafræðinga boða til fundar miðvikudaginn 9. júní um pólitískt hlutverk forseta Íslands frá stofnun lýðveldis til okkar daga. Fundurinn verður haldinn í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 (gamla JL-húsinu) og stendur frá 12:00 til 13:30. Þrír framsögumenn flytja erindi á fundinum:
* Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands: „Pólitísk völd og áhrif forseta Íslands.“
* Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands: „Að gera ekki illt vera.“ Hugmyndir Kristjáns Eldjárns um pólitískt hlutverk forseta Íslands.“
* Sveinn Helgason, fréttamaður á Ríkisútvarpinu: „Hrunadans á fjölmiðlaöld. Atburðarás og umfjöllun um fjölmiðlalögin.“
Fundarstjóri verður Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Að framsögum loknum verða umræður og fyrirspurnir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.