Skip to main content

Sagnfræðingafélag Íslands boðar til fundar um forsætisráðherrabókina nýju á föstudaginn 17. september kl. 12:00-13:15. Frummælendur verða Ólafur Teitur Guðnason, ritstjóri bókarinnar, Hilma Gunnarsdóttir sagnfræðingur og Jón Þór Pétursson sagnfræðingur.
Fundurinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni (gamla JL-húsinu), Hringbraut 121, Reykjavík, 4. hæð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Rætt verður um meinta kosti og galla bókarinnar og stefnt að fjörugum umræðum um bókaútgáfu af þessu tagi.