Yfirvöld hafa tilkynnt samkomubann sem tekur gildi á miðnætti 15. mars eða aðfaranótt næstkomandi mánudags. Samkomubannið gildir í fjórar vikur.
Af þeim sökum er öllum fyrirlestrum í sal Þjóðminjasafns aflýst þann tíma sem samkomubannið varir. Það á auðvitað einnig við um fyrirlestra á vegum Sagnfræðingafélags Íslands.
Fyrirlestrum Agnesar Jónasdóttur 17. mars og Sverris Jakobssonar og Stefáns Pálssonar 31. mars verður því frestað. Fyrirlestur Skafta Ingimarssonar 14. apríl er á dagskrá eftir að fyrirhugðu samkomubanni lýkur og því líklegt að af honum verði.
Sagnfræðingafélagið mun að sjálfsögðu setja fyrirlestrana aftur á dagskrá þegar aðstæður leyfa.
Framundan er tími inniveru og íhugunar og því bendum við fólki á að hér á vefsíðunni er hafsjór af upptökum af hádegisfyrirlestrum sem ná allt aftur til 2008 sem fróðleiksfúsir geta sökkt sér í þar til að fræðasamfélagið getur leyft sér að koma saman á ný.