Skip to main content

Þann 17. mars flytur Agnes Jónasdóttir halda þriðja fyrirlestur vorsins í hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélagins. Fyrirlestraröð vorannarinnar er helguð hernámi Íslands í seinni heimsstyrjöld, en í ár eru 80 ár frá því að Ísland var hermunið og er yfirskriftin því „Blessað stríðið?“ þar sem fyrirlesarar leitast við að skoða stríðsárin og afleiðingar þeirra í víðu samhengi.

Agnes skoðar hin alræmdu „ástandsár“ út frá sjónarmiðum barnaverndar.
Eins og allir vita var umfjöllum um sambönd íslenskra kvenna við erlenda hermenn í hámæli á stríðsárunum. Viðbrögð ríkisins við ástandinu leiddu til lagasetningar um eftirlit með ungmennum og því að stofnum var komið á laggirnar sem áttu að bregðast við vandanum sem unglingsstúlkur í ástandinu voru.
Hvernig tengdust þessar nýju stofnanir öðrum stofnunum sem ætlað var að fjalla um málefni barna og ungmenna? Hverjar voru skyldur barnaverndarnefnda þegar kom að ástandinu. Einnig velti Agnes því upp hvort skilgreina meg ástandsstúlkurnar sem vandræðaunglinga eða nánar til tekið hvort valdastofnanir hafi litið á þær sem slíkar.
Agnes Jónasdóttir er með MA- próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún lagt áherslu á að skoða ástandið út frá tengslum þess við sögu barnaverndar ásamt því að teygja sig inn á svið hinsegin sögu.