Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins var haldinn þriðjudagskvöldið 21. mars í fyrirlestrasal Þjóðskjalasafns Íslands. Aðalfundarstörf voru með hefðbundnum hætti og að þeim loknum héldu sagnfræðingarnir Anna Agnarsdóttir og Davíð Ólafsson áhugaverð erindi um bækur sem þau hafa nýlega gefið út á erlendri grundu.
Þó nokkur endurnýjun varð í stjórn félagsins á fundinum, en fimm af sjö stjórnarmönnum yfirgáfu stjórnina: Vilhelm Vilhelmsson formaður, Anna Dröfn Ágústsdóttir varaformaður, Guðný Hallgrímsdóttir gjaldkeri, Margrét Gunnarsdóttir ritstjóri fréttabréfs og Sumarliði Ísleifsson meðstjórnandi. Í þeirra stað voru kjörin í stjórnina sagnfræðingarnir Gunnar Örn Hannesson, Hjördís Erna Sigurðardóttir, Markús Þ. Þórhallsson, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Rakel Adolphsdóttir. Kristín Svava Tómasdóttir, sem áður var vefstjóri félagsins, var kjörin formaður, en Hrafnkell Lárusson er áfram ritari og skjalavörður.
Fráfarandi stjórnarmönnum er þakkað fyrir vel unnin störf og gott samstarf á liðnum árum.