Skip to main content

Félag sögukennara og Sagnfræðingafélag Íslands standa fyrir sameiginlegum fræðslu- og umræðufundi um nýtt námsefni í sögu fyrir framhaldsskóla laugardaginn 28. apríl. Fundurinn fer fram í húsi Sögufélags í Fischersundi og hefst kl. 13:30. Kaffiveitingar verða í boði félaganna.
Dagskráin verður sem hér segir:
* Jakob F. Ásgeirsson frá Nýja bókafélagsins (NB) ræðir um kennsluefni forlagsins í sögu fyrir framhaldsskóla.Gunnar Þór Bjarnason, sögukennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, fjallar um samningu bókarinnar Íslands- og mannkynssaga II sem ætluð er til kennslu í sögu 203.
* Jens Baldursson og Jón Árni Friðjónsson, sögukennarar við Fjölbrautaskóla Vesturlands, og Jón Ingi Sigurbjörnsson og Björn Gísli Erlingsson, sögukennarar við Menntaskólann á Egilsstöðum, ræða um reynslu sína af kennslubókum NB í sögu 103 og 203.
* Almennar umræður
* Kaffihlé
* Heiðrún Geirsdóttir og Sigríður Björg Tómasdóttir segja frá samningu kennslubókar í menningarsögu sem þær eru að skrifa ásamt fleirum fyrir NB.
* Jón Ingvar Kjaran, sögukennari við Verzlunarskólann, fjallar um Söguvefinn á Strik.is
* Almennar umræður
* Gunnar Karlsson, prófessor við HÍ, gerir grein fyrir námsefni sem hann og fleiri eru að semja.
* Lokaumræður
Fundarslit kl. 16:00.