Skip to main content

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að framsögum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á vormisseri 2015. Félagið hefur ákveðið að endurtaka leikinn frá fyrra ári og helga fyrirlestraröðina nýjum rannsóknum í sagnfræði. Allir sagnfræðingar sem vinna að rannsóknum eru hvattir til að senda inn tillögur, hvort sem verkefnin eru enn í vinnslu eða er lokið. Framhaldsnemar í sagnfræði eru ekki síður hvattir til að láta í sér heyra. Það er von félagsins að í fyrirlestraröðinni verði hægt að kynna það sem efst er á baugi í íslenskum sagnfræðirannsóknum.
Tillögur skulu sendar til Kristínar Svövu Tómasdóttur á netfangið kst3@hi.is, en skilafrestur er til 15. nóvember.