Skip to main content

Gaman er að koma í Keflavík. Landsbyggðarráðstefna Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Sagnfræðingafélags Íslands og heimamanna, Duus-húsum í Reykjanesbæ, laugardaginn 4. mars 2006. Dagskrá er sem hér hljóðar:

    08:00 Rúta frá Nýja Garði
    09:00-10:30 Kynnis- og fræðsluferð um Keflavíkurflugvöll Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, rekur þær breytingar sem orðið hafa á umsvifum þess undanfarin ár
    10:30-10:45 Setning ráðstefnunnar, Duus-húsum
    10:45-12:15 „Kaninn“ og þjóðin. 1. Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur: Dægurtónlist, erlend áhrif, bandaríski herinn og „Völlurinn“ 2. Gestur Guðmundsson félagsfræðingur: Kanaskríll í Keflavík: Ameríkanisering, þjóðmenning og sjávarselta í íslensku rokki 3. Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja: „Enda komu þeir færandi hendi.“ Áhrif bandaríska varnarliðsins á mannlíf á Suðurnesjum, neyslu, dægurmenningu, málfar og samskipti kynjanna
    12:30-13:30 Hádegisverður í Duus-húsum
    13:30-15:00 Sagnir og söfn á Suðurnesjum. 4. Sigrún Jónsdóttir Franklín þjóðfræðingur og leiðsögumaður: Sagnamenning á Suðurnesjum 5. Sigrún Ásta Jónsdóttir safnstjóri: Samtíminn í byggðasöfnum 6. Helgi Hólm: Sögulegar heimildir af heimaslóðum. Blaðaútgáfa Faxa í 65 ár
    15:00-15:30 Kaffihlé
    15:30-17:00 Innreið og útrás íslenskra dægurlaga. 7. Karl Jóhann Garðarsson sagnfræðingur: „Óþjóðhollir starfshættir“. Líf og dauði menningar og frelsis með „innreið“ erlendra dægurlaga. 8. Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur: „Þau minna á fjallavötnin fagurblá“: Um dægurlagatexta og samfélag á Suðurnesjum 9. Þór Tjörvi Þórsson sagnfræðingur: Vegir liggja til allra átta. Hljómar og upphaf útrásar íslenskra tónlistarmanna
    17:00-18:00 Móttaka í boði Reykjanesbæjar
    18:00-21:00 „Kvöldin þar þau eru engu lík“. Kvöldverður í Duus-húsum, og keflvískir tónlistarmenn taka vonandi lagið undir borðum
    21:00-21:45 Rútuferð í bæinn

Skráning á ráðstefnuna er hafin og stendur til þriðjudagsins 28. febrúar. Þátttaka í ráðstefnunni er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Fargjald í rútu fram og til baka, auk kynnisferðar um Keflavíkurflugvöll, er þúsund krónur og greiðist í rútu að morgni ráðstefnudags. Áhugasamir skrái sig hjá Guðna Th. Jóhannessyni, í síma 895-2340 eða með tölvupósti, og taki fram hvort þeir skrá sig aðeins á ráðstefnuna eða rútuferðir sömuleiðis. Ókeypis kaffiveitingar verða í boði á meðan ráðstefnunni stendur. Þar að auki verður hádegisverður í boði fyrir aðeins 700 krónur (súpa og „fiskitvenna“ – lúða og skötuselur), og þríréttaður kvöldverður með kaffi fyrir 3.000 krónur (sjávarréttasúpa, kjúklingabringa og eftirréttur) á veitingastaðnum Ránni, næsta húsi við Duus-hús þar sem ráðstefnan fer fram. Þeir, sem vilja skemmta sér fram á rauða nótt, geta gist á Hótel Keflavík og er þar hagstæð tilboð að fá fyrir ráðstefnugesti. Nánari upplýsingar um það fást með fyrirspurn á netfangið sigrun@hotelkeflavik.is eða síma 420-7000. Helstu styrktaraðilar ráðstefnunnar: Reykjanesbær, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Iceland Express og menntamálaráðuneyti.