Skip to main content

Bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags
Árlegur bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldinn í húsi Sögufélags við Fischersund miðvikudagskvöldið 1. febrúar, og hefst stundvíslega kl. 20:00. Rætt verður um eftirtalin rit: Bragi Þorgrímur Ólafsson sagnfræðingur fjallar um rit Guðjóns Friðrikssonar, Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein. Dagný Heiðdal listfræðingur fjallar um rit Hrafnhildar Schram, Huldukonur í íslenskri myndlist. Kristján Jóhann Jónsson bókmenntafræðingur fjallar um bækur Sigurðar Gylfa Magnússonar, Fortíðardraumar: sjálfsbókmenntir á Íslandi, og Sjálfssögur: minni, minningar og saga. Tækifæri gefst til fyrirspurna og umræðna um hverja bók, og að þeim loknum verður einnig tekið upp tal um stöðu fræðirita á Íslandi í dag, í ljósi þeirra skoðanaskipta sem verið hafa um það mál undanfarnar vikur. Fundarstjóri verður Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, og léttar veitingar í boði.