Skip to main content

Næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar halda Daisy Neijmann og Gunnþórunn Guðmundsdóttir erindi sitt „Gleymska og tráma: stríðsminningar í bókmenntum“ í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað eru minningar?
Fyrirlesturinn mun skýra frá samanburðargreiningu á bókmenntalegri tjáningu á tráma, minni og gleymsku í kjölfar félagslegrar kreppu og fjalla um hlutverk bókmennta í sameiginlegum skilningi á fortíðinni og viðleitni til að knýja fram félagslegt uppgjör. Fjallað verður um kenningar um tráma, um minnissprenginguna svokölluðu og hugmyndir um minni og gleymsku. Skoðaðir verða bókmenntatextar sem taka á afleiðingum sögulegra umbreytinga, félagslegrar spennu og trámatískra áfalla, frá tveimur ólíkum löndum (Spáni og Íslandi) í ljósi minnis- og trámakenninga.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12:05 í sal Þjóðminjasafns Íslands.