Skip to main content

Nú haustar og því hefjast hádegisfyrirlestrar Sagnfræðinga félagsins á ný. Í þetta sinn munu fyrirlesarar reyna að svara spurningunum „Hvað er að óttast?“ og „Hvað er andóf?“. Dagskrá vetrarins er á þessa leið:

2008 – Hvað er að óttast?
16. september
Björn Bjarnason: Kalda stríðið – dómur sögunnar.
30. september
Guðni Th. Jóhannesson: „Með því að óttast má …“ Ástæður símhlerana í kalda stríðinu.
14. október
Guðmundur Jónsson: „Hallærasamt land en þó ekki óbyggjandi.“ Um efnahagskreppur á Íslandi og óttann við þær.
28. október
Viggó Ásgeirsson: Óttinn við sjúkdóma: Spænska veikin og fuglaflensan.
11. nóvember
Hallfríður Þórarinsdóttir: Júðar, negrar og tataralýður – ótti, ógn og meintir útlenskir óvinir Íslands.
25. nóvember
Óttar Guðmundsson: „ Best værirðu geymdur á Kleppi!“ Fordómar gegn geðsjúkum á liðinni öld.
9. desember
Kristín Loftsdóttir: Framandi trú og kristnar rætur Íslands: Óttinn við að glata íslenskri menningu í fjölmenningarlegu samfélagi.
2009 – Hvað er andóf?
20. janúar
Kjartan Ólafsson: Hetjudáð eða hermdarverk?
3. febrúar
Lára Magnúsardóttir: Ótti við andóf veldur andófi og ótta.
17. febrúar
Árni Daníel Júlíusson: Andóf í akademíunni.
3. mars
Jón Ólafsson: Þversögn andófsins.
17. mars
Anna Agnarsdóttir: Stjórnarbylting á Íslandi 1809: Stóð Íslendingum á sama?
31. mars
Sigurður Líndal: Andófið gegn Atlandshafsbandalaginu 30. marz.
14. apríl
Unnur María Bergsveinsdóttir: „Loksins ertu sexí!“ Íslenskur menningararfur í meðförum pönkara.
28. apríl
Ragnar Aðalsteinsson: Þýðing andófs fyrir lýðræðislega þróun réttarins.

Hádegisfundir Sagnfræðingafélags Íslands fara fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.