Skip to main content

Nú hefjast hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins og verður sá fyrsti næstkomandi þriðjudag, 21. september. Ragna Árnadóttir fyrrum dómsmálaráðherra opnar þá röðina Hvað eru lög? Á eftir henni kemur svo hver fyrirlesarinn á fætur öðrum, eins og sjá má hér til hliðar.
11. janúar hefst svo röðin Hvað er kynjasaga? með fyrirlestri Erlu Huldu Halldórsdóttur. Fyrri part þeirrar raðar má einnig sjá hér til hliðar.
Allir fyrirlestrar verða í Þjóðminjasafni Íslands á þriðjudögum sem fyrr og hefjast kl. 12:05. Aðgangur ókeypis og öllum opinn.
Veggspjald fyrir alla fyrirlestra vetrarins má sjá hér.