Skip to main content

Næstkomandi þriðjudag, 4. nóvember, munu Helgi Skúli Kjartansson og Axel Kristinsson flytja hádegisfyrirlestra á vegum Sagnfræðingafélagsins í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands undir yfirskriftinni Vísindi, sannleikur og söguskoðun. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 12:05.
Mælikvarðinn á gildi eða réttmæti sagnfræðilegra lýsinga hlýtur að vera sannleikskrafan sjálf fremur en hvort þær þjóni góðum eða slæmum málstað. Við ætlumst til að sagnfræðingar greini eins satt og rétt frá og þeim er unnt, jafnvel þótt niðurstaðan sé á einhvern hátt óheppileg, siðferðilega eða pólitískt. Hvers vegna gerum við þessa sannleikskröfu og er hún á einhvern hátt frábrugðin sannleikskröfu annarra hug- og félagsvísinda eða raunvísinda? Eru þá til mismunandi tegundir af sannleika eða er aðgreiningin milli raunvísinda og mannvísinda aðeins merki um úrelta tvíhyggju?
Helgi Skúli Kjartansson er prófessor í sagnfræði á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Axel Kristinsson er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur við ReykjavíkurAkademíuna.