Skip to main content

Hugvísindaþing verður haldið 3-4 nóvember næstkomandi. Hugvísindastofnun skipuleggur þingið í samvinnu við Guðfræðideild og ReykjavíkurAkademíuna. Stefnt er að metnaðarfullu þingi sem gefi fræðimönnum og almenningi góða mynd af hugvísindum á Íslandi, með áherslu á því nýjasta og markverðasta sem á döfinni er í fræðunum. Gert er ráð fyrir jafnt skipulegum málstofum sem stökum fyrirlestrum og eftir hádegi á laugardag er hugmyndin að beina sjónum að þemanu Hugvísindi og samfélag. Þingið verður kynnt nánar á heimasíðu Hugvísindastofnunar þegar nær dregur.