Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar. Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið kl. 12.00 í Hátíðasal Háskólans í Aðalbyggingu, föstudaginn 8. mars. Hátíðarfyrirlesari verður Stephen Greenblatt, bókmenntafræðingur, einn af upphafsmönnum hinnar svokölluðu nýsöguhyggju (e. New Historicism) og handhafi Holberg-verðlaunanna 2016.
Það er ekki þverfótað fyrir spennandi umfjöllunum á sviði sagnfræði sem vert er að skoða. Alls eru 150 málstofur og fyrirlestrar í boði á tveimur dögum en dagskrána má sjá hér.
Föstudaginn 8. mars kl. 13.15-14.45
Viðtakendur eða virkir gerendur? Um atbeina almennings á Íslandi á 18. og 19. öld – Oddi 201. Fyrirlesarar eru Vilhelm Vilhelmsson, Hrafnkell Lárusson og Margrét Gunnarsdóttir.
Föstudaginn 8. mars kl. 15.15-17.15
Listakonur, húsmæður, netagerðakonur og kvenlíkaminn – sýnishorn úr rannsókninni „Í kjölfar kosningaréttar“ – Oddi 201. Fyrirlesarar eru Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir.
Samskipti Íslendinga við útlendinga – ávinningur og virðisauki – Oddi 206. Fyrirlesarar eru Auður Hauksdóttir og Oddný G. Sverrisdóttir.
Laugardaginn 9. mars kl. 10.30-12.00
Tímanna tákn: Almanök og efnismenning á 19. öld – Árnagarður 201. Fyrirlesarar eru Davíð Ólafsson, Kristján Mímisson og Andri M. Kristjánsson.
Hver var þessi Kristur? Sagnfræðilegar, heimspekilegar og guðfræðilegar nálganir – Árnagarður 310. Fyrirlesarar eru Sverrir Jakobsson, Rúnar M. Þorsteinsson og Arnfríður Guðmundsdóttir.
Nýlenduminningar Atlantshafssvæðisins – Árnagarður 311. Fyrirlesarar eru Toby Erik Wikström, Ólöf Nordal og Ann-Sofie N. Gremaud.
Laugardaginn 9. mars kl. 13.00-14.30
Kynsjúkdómar, kynverund og klám – Árnagarður 201. Fyrirlesarar eru Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, Íris Ellenberger, Þorsteinn Vilhjálmsson og Kristín Svava Tómasdóttir.
Fjölskyldan og heimilisbúskapur í upphafi 18. aldar – Árnagarður 311. Fyrirlesarar eru Óskar Guðlaugsson, Guðmundur Jónsson, Árni Daníel Júlíusson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir.
Laugardaginn 9. mars kl. 15.00-16.30
Frá töfrum og trú til vísinda. Fæðingarhjálp og kvennamenning – Árnagarður 310. Fyrirlesarar eru Erla Dóris Halldórsdóttir, Gísli Sigurðsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Stefndi Ísland til andskotans? – Árnagarður 311. Fyrirlesarar eru Orri Vésteinsson, Árni Daníel Júlíusson og Axel Kristinsson.