AkureyrarAkademían og Sagnfræðingafélag Íslands standa að málþinginu Hvað er kreppa? mánudaginn 8. febrúar kl. 15 í gamla Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Á málþinginu endurflytja Viðar Hreinsson, Sigrún Davíðsdóttir og Guðmundur Hálfdanarson fyrirlestrana sem þau héldu í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins haustið 2009 undir yfirskriftinni Hvað er kreppa?
Aðgangur er ókeypis og allir eru boðnir velkomnir.