Mánudaginn 6. júní flytur breski sagnfræðingurinn Robb Robinson fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni sem nefnist „Some aspects of the evolution of British fisheries policy and fishing limits, c. 1800-1976.“ Robb Robinson er höfundur bókarinnar Trawling. The Rise and Fall of the British Trawl Fishery. Hann er auk þess einn aðalhöfunda nýlegs rits um fiskveiðisögu Englendinga og meðhöfundur mikils rits um fiskveiðisögu Norður Atlantshafs sem kemur út í haust. Þá hefur hann skrifað fjölda greina um breska atvinnu- og fiskveiðisögu.
Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Reykjavíkur Akademíunnar og Sagnfræðingafélags Íslands. Hann verður í fundarsal Reykjavíkur Akademíunnar og hefst kl. 12:05.