Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands fer nú óðum að hefjast, 15. árið í röð. Hádegisfyrirlestrarnir hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem frjór vettvangur umræðu um sagnfræðileg málefni á breiðum grundvelli, opnir öllum sem vilja. Þeir hafa enda notið vinsælda og jafnan verið vel sóttir. Vonandi verður engin breyting þar á í vetur, enda um spennandi dagskrá að ræða og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Fyrirlestrarnir verða haldnir í hádeginu annan hvern þriðjudag klukkan 12:05 – 13:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.
Dagskrá fyrirlestranna má finna hér: hádegisfyrirlestrar 2012-2013 auglýsing