Skip to main content

Kæru félagar,
Á fundi stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands þann 22. ágúst síðastliðinn
baðst Unnur Birna Karlsdóttir formaður félagsins undan formennsku sökum
breytinga á persónulegum högum sínum. Stjórnin féllst á það og Vilhelm
Vilhelmsson varaformaður félagsins var valinn í hennar stað. Unnur Birna
situr þó áfram í stjórn og hefur tekið við varaformannsembætti af Vilhelm.
Unnur Birna hefur störf sem safnsstjóri Minjasafnsins á Egilsstöðum þann
1. september næstkomandi og óskum við í stjórninni henni velfarnaðar í
nýju starfi.
Fyrir hönd stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands,
Vilhelm Vilhelmsson