Skip to main content

Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og verkefnastjóri mun fjalla um íslenskan kreppukost í fyrirlestri í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, nk. þriðjudag þann 6. október. Matur er nátengdur tilfinningum okkar og sjálfsmynd. Hvað er það sem fær almenning til að breyta um matarvenjur á krepputímum og af hverju voru í það minnsta fimm verksmiðjur sem framleiddu og seldu matarliti í Reykjavík á fjórða áratug síðustu aldar?

Sólveig lauk BA-próf i sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og undirbýr nú meistaraprófsritgerð sína í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Undanfarin ár hafa rannsóknir Sólveigar snúist um mat og matarmenningu á Íslandi og var hún framkvæmdastjóri fyrir sýninguna Reykvíska eldhúsið – matur og mannlíf á liðinni öld sem félagið Matur-saga-menning setti upp á síðasta árið með tilstyrk Reykjavíkurborgar og Alþingis.

Sem fyrr hefst fundurinn kl. 12.05 í Þjóðminjasafninu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.