Skip to main content

Jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða, Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðing á Íslandi verður haldin í sal Siglingaklúbbsins Brokeyjar laugardagskvöldið 3. desember næstkomandi. Húsið opnar klukkan 19.00 – borðhald hefst kl. 20.00.
Veitingar:
Blandað smáréttahlaðborð, gómsætt og girnilegt! Meðal rétta má nefna kjúklinga- og lambakjötsspjót, snittur, tapas, tígrisrækjur og sæta eftirrétti. Drykkjarföng (hvítvín, rauðvín, bjór og gos) verða seld á kostnaðarverði.
Ræðumaður kvöldsins:
Rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Ævar Örn Jósepsson flytur erindið Appelsín og malt og kassi af kók. Og svo auðvitað bók.
Skemmtiatriði:
Að borðhaldi loknu mun hljómsveitin Bræðrabandið leika fyrir dansi.
Aðgangseyrir er 3.500 krónur. Hægt er að skrá sig hjá eftirtöldum aðilum fyrir 30. nóvember n.k.: Hilma Gunnarsdóttir s. 8677111, Sigríður Þorvaldsdóttir s. 5254205/8639123, Guðný Hallgrímsdóttir s. 8946112/ 5576112, Aðalheiður Guðmundsdóttir s. 8680306/5520510.
Klukkan 23.30 verður húsið opnað fyrir þá sem ekki koma í matinn en vilja skemmta sér með okkur fram eftir nóttu. Aðgangur kostar þá 500 krónur.
Staðsetning:
Salur Siglingaklúbbsins-Brokeyjar, Austurbugt 3, er við austurbakka hafnarinnar, nálægt Faxaskála. Félagsmenn og stúdentar, fjölmennum!