Skip to main content

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir erindum á hádegisfyrirlestraröð félagsins á haustmisseri 2016. Í þetta sinn verður þema fyrirlestranna nýlegar doktorsrannsóknir um söguleg efni. Kallað er eftir tillögum að erindum frá nýdoktorum sem lokið hafa doktorsgráðu á undanförnum fimm árum og fjalla í rannsókninni um söguleg viðfangsefni með einhverjum hætti, óháð fræðasviði. Fyrirlestrarnir skulu vera frjálsleg kynning á doktorsrannsókninni sjálfri, kenningum sem stuðst var við, aðferðafræði sem beitt var eða niðurstöðum höfundar. Sérstaklega er óskað eftir tillögum frá þeim sem varið hafa doktorsritgerðir við háskóla erlendis.
Tillögur að erindum skal senda á formann Sagnfræðingafélagsins, Vilhelm Vilhelmsson, á netfangið viv13@hi.is. Skilafrestur er til 10. maí næstkomandi.