Skip to main content

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins í Þjóðminjasafninu á vormisseri 2019.
Í haust féll merkilegur dómur í Hæstarétti Íslands þegar fimm sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokallaða voru sýknaðir eftir endurupptöku málsins. Guðmundar- og Geirfinnsmálið er líklega þekktasta dómsmál íslenskrar réttarsögu á 20. öld og hefur ítrekað orðið uppspretta umræðna í íslensku samfélagi um sekt, sakleysi og sannleiksgildi játninga, rannsóknir, fangelsanir og framgang réttvísinnar. Af þessu tilefni verða hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins á vormisseri 2019 helgaðir hinni margslungnu sögu réttarfars og refsinga.
Tekið er við tillögum til 1. desember næstkomandi á netfanginu sagnfraedingafelagid@gmail.com og eru allir áhugasamir fræðimenn hvattir til að senda inn tillögu.